A A A

24. febr˙ar - Samb˙­arnßmskei­

Sambúðarnámskeið Þórhalls Heimissonar.

Þetta gríðarlega vinsæla námskeið verður haldið* þann 24. febrúar á Ísafirði. Þórhallur hefur haldið þetta námskeið undanfarin 10 ár og hafa um 7500 manns tekið þátt í þeim. Þau eru ætluð öllum þeim sem eru í hjónabandi eða sambúð hvort sem þau eigi við vandamál að stríða eða ekki og öllum sem vilja styrkja samband sitt enn betur.

Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig hægt sé að festast í fjölskyldumynstrum og fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni.
Rætt er um hláturinn, kynlífið, gleðina, hamingjuna og margt, margt fleira.

Námskeiðið fer fram í formi samtals milli þátttakennda og leiðbeinanda, þar
sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni saman og hvert fyrir sig. Að
lokum fá allir heimaverkefni upp á framtíðina. Enginn þarf að tjá sig á
námskeiðinu frekar en hann vill.

Námskeiðið hefst kl. 11:00 til ca. 16:00. Verð 9990 krónur fyrir parið.
*Námskeiðahald er háð eftirspurn. Því er mikilvægt að áhugasamir skrái sig sem fyrst.

Skráning í síma 450 5300 eða á netfangið skrifstofuhotel@skrifstofuhotel.is
Vefumsjˇn