A A A

Frábært námskeið!

Þetta var einróma skoðun þeirra er sóttu námskeið á vegum Dale Carnegie.

Ég er einn þeirra er tók þátt í þessu námskeiði og tel mig vera einstaklega heppinn. Ég kynntist nýju fólki og kalla þeta VINI mína í dag. Ég held að ég tali fyrir hönd allra þegar að ég segi að við tókum öll stórt skref fram á við til að bæta okkur og aðra í kringum okkur.
Þetta er námskeið sem ég hiklaust mæli með fyrir alla! Alveg sama hvaða starfi eða stöðu innan fyrirtækis, þá hafa allir gott af því að fara á svona námskeið.

Að sögn Önnu Steinsen þjálfara Dale Carnegie, var þessi hópur einstaklega samheldinn og fullur af orku. Hún sjálf fylltist af orku við komu sína hingað, þar sem hún hreifst af nátturufegurðinni hér í kring.

Það er markmiðið að koma með þetta námskeið hingað aftur og einnig að vera með unglinganámskeið. En þau hafa slegið í gegn í Reykjavík þar sem foreldrar eru að fá "ný" börn heim eftir svona námskeið.

Hægt er að skrá sig á bæði námskeiðin í síma 450-5300 og á netfangið petur(att)skrifstofuhotel.is
Vefumsjón