A A A

Mikil ánćgja međ vínsmökkunina.

Salurinn rétt áđur en ađ námskeiđiđ hófst.
Salurinn rétt áđur en ađ námskeiđiđ hófst.
Mikil ánægja var með vínsmökkunina sem var haldin í salarkynnum Skrifstofuhótelsins þann 4. april. Fullt var á námskeiðið og komust færri að en vildu. Góð stemning var í hópnum á námskeiðinu og flestir ef ekki allir fóru heim með mikinn fróðleik um rauðvín. Óhætt er að segja að Snorri í ÁTVR á Ísafirði þarf að auka úrvalið í rauðvíninu eftir þetta námskeið.

Myndir frá þessu námskeiði eru hér.

Stefnan er að vera með annað námskeið í haust og vera þá með "flóknari" tegundir af rauðvíni eða jafnvel hvítvíns- eða kampavínssmökkun. Hægt er að setja sig á lista með því að senda skráningu á netfangið petur@skrifstofuhotel.is og haft verður samband við þá sem skrá sig þegar að nánari upplýsingar berast.
Vefumsjón